Það er verið að þvinga okkur í Evrópusambandið

Það er alltaf meir og meir augljóst að það sé verið að þvinga okkur Íslendinga í Evrópusambandið (ESB). Bretarnir og Evrópubankinn vilja ekki lána okkur og einfaldlega sparka í okkur liggjandi. Þeir nota öll ráð til að gera ástandið hér verra. Þeim vantar okkur nefnilega sem fyrst inn í ESB til að veiða fiskinn okkar. Það hentar þeim betur að fá okkur inn í neyð því þá getum við ekki gert jafn miklar kröfur um að halda í fiskimiðin okkar.

 Við höfum séð hvernig ESB virkar. Það er ekki einu sinni hlustað á jafn stóra þjóð og Spánn er. Evrópusambandslöndin 27 ætluðu að reyna að koma með sameiginlegar ákvarðanir vegna fjármálakreppunnar. En það gekk ekki þar sem þeim náði engan veginn saman. Þá ákváðu fjórar stærstu þjóðirnar að hugsa bara um eigin rass og sendu þau skilaboð til hinna þjóðanna að þau þyrftu að bjarga sér sjálf. En vitir minn fjórar stærstu þjóðirnar náðu ekki einu sinni saman. Getið þið Ímyndað ykkur hvernig litla eyjan út í ballarhafi væri virt í þessu ESB. Guð forði okkur frá ESB.

 Einnig þýðir lítið að ræða þetta ESB núna í einhverjum flýti því við verðum að byggja upp fyrst áður en við komust þarna inn þannig að það er óþarfi að eyða púðri í þessa umræðu núna.

Hverjir eru duglegastir að hjálpa okkur núna. Jú Norðmennirnir. Af hverju ? Jú því þeir eru að hugsa um eigin rass einnig, sem er að vísu gott fyrir okkur. Þeir sjá hversu hörmulegt ESB er. Þeir hafa sameiginlega hagsmuni með Ísandi því þeir hafa fiskimið til að vernda eins og við. Og ef við færum þarna inn þá liti það illa út fyrir þá sem stæðu þá einir fyrir utan sambandið af norðurlöndunum. Því ættum við bara að tengja okkur við norsku krónuna og byggja upp nýtt Ísland. Koma málunum í lag. Svo getum við séð ástandið á ESB. Kannski verður það bara búið að liðast í sundur þar sem þjóðirnar eiga erfitt með að ná saman.


mbl.is Við hættum frekar við lánið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvernig væri að stofna myntbandalag skandinavíu, taka skandinavíska krónu?

sissa (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 05:53

2 identicon

Það er rétt hjá þér, einnig verður fólk að varast mikinn áróður frá fjölmiðlum í evrópumálum. Fjölmiðlar hafa kastað upp þeirri mynd af íslandi að allt sé vonlaust, við Íslendingar eigum bara að gefast upp, kasta fullveldinu, og færa valdið lengra frá almenningi svo við getum ekki kosið okkar fulltrúa lýðræðislega.

Daði Rúnar (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 08:09

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Ég er sammála um Norrænu Krónuna. Björgum Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi út úr ESB og sameinumst þeim. Öll löndin hafa eitthvað fram að færa.

Villi Asgeirsson, 7.11.2008 kl. 09:11

4 identicon

Ég væri geim í Norðurlandasamband. Ef við endum í ESB þá er ég flúinn til Kanada. Á íslendingaslóðir, þar sem fólk er stoltara af uppruna sínum en sauðféð sem byggir þessa eyju.

Þórður (IP-tala skráð) 7.11.2008 kl. 10:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband