Sækist eftir 3. - 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Ég Vilhjálmur Árnason hef ákveðið að gefa kost á mér í 3. – 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi prófkjöri.

Ég er fæddur og uppalinn í Skagafirði. Mín uppvaxtar ár vann ég í sveit, ég hef lokið stúdentsprófi af viðskipta- og hagfræðibraut frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) og einnig hef ég lokið námi sem lögreglumaður frá Lögregluskóla ríkisins. Með námi rak ég sjálfstæðan atvinnurekstur. Nú er ég búsettur í Grindavík ásamt sambýliskonu minni Sigurlaugu Pétursdóttur. Ég starfa nú sem lögreglumaður hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og stunda nám við Háskóla Íslands til ökukennslu.

Ég hef starfað mikið í félagsmálum enda hef ég mikinn áhuga á að koma að uppbyggingu samfélagsins. Ég sat 3 ár í stjórn nemendafélags FNV, eitt þeirra sem forseti þess, nú starfa ég í stjórn Landsambands lögreglumanna.

Ég hef verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá ungaaldri, hef verið í kosningastjórn í sveitastjórna- og alþingiskosningum, var formaður Víkings félags ungra Sjálfstæðismanna í Skagafirði og er nú formaður Freyju félags ungra Sjálfstæðismanna í Grindavík.

Ég vil beita kröftum mínum í að byggja upp bjarta og hamingjusama venjulega framtíð fyrir fólkið í landinu. Það vil ég gera með heiðarlegum og upplýstum hætti í samvinnu við fólkið.

Mín framtíðarsýn er sú að auðvelda verður atvinnulífinu í byggðum landsins að dafna svo það geti skaffað heimilum landsins tekjur og þjónustu til að vaxa úr grasi. Til að það verði hægt verður að styrkja sveitarfélögin, tryggja öryggi, efla menntun heima í héraði, nýta auðlindirnar á hagkvæman hátt og hafa öruggar og góðar samgöngur.

Ég sem ungur námsmaður og þátttakandi í atvinnulífinu, sem starfandi lögreglumaður, að koma mér upp heimili tel mig hafa góða sýn í raunverulegar aðstæður fólks í dag. Því tel ég mig geta verið fulltrúa fólksins í uppbyggingu okkar góða lands.

Framboðið hefur opnað heimasíðuna www.villiarna.is Lifið heil inn í bjarta framtíð.

Vilhjálmur Árnason


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband