Skyldumæting í sveitina

Ég ákvað að hafa málefni ungdómsins sem mína fyrstu bloggfærslu. Mér verður það oft ofarlega í huga þegar ég sé ungdóminn í dag hvort að hann sé að stefna í rétta átt. Mín tilfinning er sú að of stór hluti unga fólksins fái allt of seint að kynnast því að dýfa höndunum ofan í kalt vatn.

 Maður horfir æ oftar upp á að það eina sem ungafólkið kann og nennir að gera er að leika sér í tölvuleikjum og borða hamborgara. Minn mesti lífsins skóli var að þvælast með foreldrum mínum í vinnunni þeirra og í því sem þau voru að gera, en ég lærði allra mest af því að vera öllum mögulegum stundum í sveitinni. Það er fátt sem getur verið ungu fólki hollara og lærdómsríkara en að fara að heiman í sveitina.

 Í sveitinni lærir maður á það hvernig lífið virkar, fær verkvit og lærir að standa á eigin fótum. Mín skoðun er sú ef maður fær að búa í bómull sem krakki þá verður maður frekur ósjálfbjarga unglingur sem kann ekki góðri lukku að stýra. Því segi ég að það er skyldumæting í sveitina.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Líst mér á sveitadrenginn núna, bara kominn með tvö blogg:) en ég held þú verðir að senda stelpuna í sveit við tækifæri;)  

kv Silla

Sigurlaug (IP-tala skráð) 6.5.2008 kl. 16:34

2 Smámynd: Dofri Hermannsson

Mikið til í þessu en þó ekki algilt. Víða í sveitum er ekki mikið fyrir börnin að gera við bústörfin. Þar sem börnin fá að taka þátt læra þau hins vegar margt af því að vinna með fullorðna fólkinu sem börn almennt læra ekki.

Dofri Hermannsson, 9.5.2008 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband