Flytja inn vandamál

Nú er tíðrætt í fjölmiðlum að ríkisstjórnin ætli að fara að flytja inn flóttamenn frá Palestínu. Síðast áðan heyrði ég í manni í útvarpinu sem sagði að það væri nær að aðstoða fólkið í sínu heimalandi. Ég er að mörgu leiti sammála honum. Því jú það kostar töluvert að flytja fólkið hingað til landsins. Væri ekki hægt að aðstoða fleiri með þeim fjármunum ef þau yrðu aðstoðuð í sínu heimalandi. Það hefur jú líka svo lítil áhrif að bjóða nokkrum konum hingað þar sem þúsundir eru í vanda.

 Þetta er náttúrulega skylda þjóðanna að aðstoða hvor aðra. En erum við Íslendingar tilbúnir til að taka á móti svona fólki. Þessu fólki fylgir óneytanlega fjöldi vandamála. Þetta fólk er alið upp við allt aðrar menningaraðstæður en við. Einnig er þetta fólk vant að bjarga sér á annan hátt en við gerum. Sumar af aðferðunum sem þau nota teljast til glæpa hér á landi. Einnig stunda þau betl menningu og annað sem við Íslendingar höfum ekki verið mjög hrifin af.

 Einnig má heldur ekki gleyma því að umönnunarstéttir og félagmálastéttir hér á Íslandi eru að drukkna í verkefnum. Þetta fólk þarf jú held ég aðallega á þessum stéttum að halda. Væri ekki nær að full manna sjúkrahúsin, lögregluna og félagsmálayfirvöld áður en við förum að flytja inn fleiri verkefni fyrir þau?.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Heill og sæll félagi

Gott að þú sért kominn í blogghópinn hér. Takk fyrir vinaviðbótina. Verðum endilega í bandi.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 6.5.2008 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband