Þora ekki að vera í ríkisstjórn

Það er alveg magnað hvað þau eru hrædd við að fara í ríkisstjórn í Vinstri grænum. Þau eru hrædd við að þurfa að svara fyrir sig. Þau eru búin að tuða í 20 ár og nú loksins þegar þau komast að þá vita þau ekki hvað þau eiga að gera. Þurfa að fá utan að komandi fólk til að sjá um skítverkin fyrir þau því þau eru svo hrædd við gagnrýni.

 Hins vegar er ég nokkuð ánægður með að sérfræðingar séu fengnir í þessi störf. En ráðherra ættu kannski bara almennt að vera duglegri við að nýta sér sérfræðinga í hverju máli fyrir sig og vera bara verkstjórinn sjálfur eins og þau vilja orða þetta í verðandi ríkisstjórn. Sérfræðingar getna nefnilega stundum verið of miklir sérfræðingar. Þau kannski vita og kunna ýmislegt en að stýra fólki og hugsa hagkvæmt tekst ekki alltaf hjá þeim.

Það er líka fyndið að sjá VG og Samfylk. rífast um kosningadaginn. VG vill kjósa áður en þau þurfa að svíkja of mikið og fylgið hrapar af þeim en Samfylkingin þarf að koma flokknum saman í eina heild áður en þau fara í kosningar því það á enginn eftir að hafa trú á flokknum svona miklum tætlum.


mbl.is Tveir ráðherrar utan þings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það er nú ekki það sama að skíta á allt og alla og vinna verkið. Ég tel það kost að sem flestir ráðherrar séu utan stjórnmálaflokka. Það er þá alla vegana von um að þeir séu ekki orðnir spilltir.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 29.1.2009 kl. 23:24

2 Smámynd: Sighvatur Fannar Nathanaelsson

V.Á. sagði:

"Sérfræðingar getna nefnilega stundum verið of miklir sérfræðingar. Þau kannski vita og kunna ýmislegt en að stýra fólki og hugsa hagkvæmt tekst ekki alltaf hjá þeim."

Allir sem unnið hafa undir hæfum og góðum verkstjóra vita það að til að til að verkstjóri geti stjórnað verki þarf hann að vera hæfastur allra sem að verkinu koma. Hann á loka orðið og þegar í öngstræti er komið þarf að vera hægt að leita til verkstjórans eftir lausnum. Verkstjóri á ekki að vera trúðurinn í hópnum, sá sem heldur uppi móralnum og segir brandara.

Það þarf enginn að segja mér að pólitíkus, sem hefur alltaf þessa rödd í hausnum á sér: "tapa ég atkvæðum ef ég geri þetta eða hitt? verð ég óvinsæll? slær flokksforystan á puttana á mér? (var það þetta sem þú meintir með "hugsa hagkvæmt" V.Á.?)" sé hæfari verkstjóri en sérfræðingur sem vinnur aðeins samkvæmt sinni sannfæringu og eftir því sem menntun hans/hennar segir honum/henni.

Ps.

Komi skrif mín hér að ofan hrannalega fram þá var það ekki meining mín að vera hrannalegur.

Sighvatur Fannar Nathanaelsson, 30.1.2009 kl. 11:20

3 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

Ég tel það alltaf vera plús ef ráðherranir eru menntaðir og hafi mikla og góða þekkingu á því sem þeir eru að gera. En þeir þurfa líka að hafa umboð þjóðarinnar og vera búnir að segja fyrir hvað þeir standa því ráðuneyti er pólitískt.

Ég get ekki séð að Guðlaugur Þór og fleiri ráðherrar Sjálfstæðisflokksins hafi verið að hugsa um atvkæðin síðustu vikur. Heldur verið að taka erfiðir en nauðsynlegar ákvarðanir. Sem núverandi ríkisstjórn virðist ekki ætla að þora að leggjast í. Kannski þau séu að fá udanþings fólk inn til að taka þessar ákvarðanir fyrir sig.

Vilhjálmur Árnason, 2.2.2009 kl. 12:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband