29.1.2009 | 23:10
Bara kostnaður
Já Ísland er á hausnum og munn verða enn meira á hausnum eftir næstu þrjá mánuði. Allt sem heyrist frá myndun nýrrar ríkisstjórnar kostar hundruð milljóna. Einnig eru þau líka á móti meiri atvinnusköpun og gjaldeyrissköpun með því að vera á móti hvalveiðunum. Ég hef ekki enn heyrt hvar þau ætla að skapa ríkissjóði aukið fjármagn til að standa undir öllum þessum kostnaði þeirra og jú þurfa atvinnulausir ekki líka að fá greitt frá ríkinu. Hvernig ætla þau að borga þeim ef ekki má búa til verðmætasköpun hér.
Einnig varð ég hissa í gær þegar þau sögðust sakna Þjóðhagsstofnunnar þar sem þau treystu ekki Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu. Þess í stað fengu þau Ásgeir Jónsson, forstöðumann greiningardeildar Kaupþings banka, sér til aðstoðar. Þau eru búin að gleyma semsagt að þau hafa verið að gagnrýna bankamennina. En Ásgeir kom oftast fram fyrir hönd Kaupþings. En þau fatta kannski ekki hversu tengdur auðmönnunum Ásgeir er þar sem hann er sonur Jóns Bjarnasonar. Jú því allir eru svo góðir í röðum VG.
Samþykkja stjórnlagaþing | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.