2.2.2009 | 11:42
Skondin ráðherraskipan
Ég skil ekki þessa ráðherraskipan. Þau hafa greinilega ekki haft nægilega mikið af hæfu fólki innan sinna raða. Svo er Kristján Möller bara með Samgöngumálaráðuneytið sem er eitt minnsta ráðuneytið í stjórnarráðinu. Hefði ekki verið nær fyrir Steingrím að einbeita sér alveg af fjármálunum og láta Kristján sjá um landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Þau ættu meira að segja ágætlega saman.
Fyndið líka að allir hafa gagnrýnt Árna Matt og Davíð Odds svo mikið vegna menntunnar þeirra í þeim stöðum sem þeir voru í en svo er það flugfreyja sem bolar þeim í burtu fyrir vörubílstjóra og jarðfræðing.
Sigur kvenna og samkynhneigðra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.