Óska eftir nýjum fréttum af ríkisstjórninni

Ég er búinn að vera að hugsa aðeins aftur í tímann og reyna að átta mig á þeim fréttum sem hafa komið frá nýju ríkisstjórninni. Það sem kemur fyrst upp í huga minn er að Jóhanna Sigurðardóttir er búin að eyða ómældum tíma og fjármunum í að rífast við Davíð Oddsson.

Jú og svo man ég eftir annarri. Steingrímur J ætlar hugsanlega að koma í veg fyrir 2-300 störf með því að draga til baka ákvörðun Einars Kr. um að leyfa hvalveiðar.

Svo kom líka að  Ögmundur er búinn að draga flestar sparnaðarframkvæmdirnar til baka og er farinn að krunka í laun læknanna, sjálfur formaður BSRB.

Eru þetta aðgerðirnar til að aðstoða heimilin í landinu og leiðin í að koma atvinnulífinu aftur á skrið. Óháð því hvort að Davíð eigi að vera í Seðlabankanum eða ekki. Er þetta þá rétti tíminn til að vera að eyða peningum, ráðgjöfum og dýrmætum tíma í að rífast við hann. Væri ekki nær að nýta kraftana og fjármunina í að aðstoða fólkið í landinu.

Ég get ekki séð að Davíð sé að koma í veg fyrir það að IMF og aðrar þjóðir láni okkur. Ég get ekki annað séð en að krónan hafi verið að styrkjast. Mér sýnist vera að koma forsendur fyrir því að lækka stýrivexti. Þrátt fyrir Davíð. En ekki sé ég stóru lausnirnar vera komnar fram fyrir heimilin og atvinnulífið þrátt fyrir Jóhönnu.


mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Vertu nú ekki sá kjáni að halda að þessi hvalveiðihvóti hafi verið annað en úthugsuð hefndaraðgerð af hálfu sjálfstæðismanna til þess að skapa óróa og beina athyglinni út á kolvitlausar brautir.  Ég er fylgjandi veiðum en það þarf þá að heimili þær sem eitthvað annað en hefndaraðgerð.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 9.2.2009 kl. 07:28

2 Smámynd: Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson

Heimila átti það að vera, ekki heimili.

Eðvarð Hlynur Sveinbjörnsson, 9.2.2009 kl. 07:29

3 Smámynd: Grétar Magnússon

Hvalveiðarnar eru ekki aðalatriðið í þessu bloggi Eðvarð.  Heldur sú staðreynd að ríkisstjórnin er að eyða dýrmætum tíma í að karpa í Davíð Oddssyni og Seðlabankanum.  Yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í upphafi um að nú skyldi aldeilis hjálpa heimilum og fyrirtækjum í landinu voru greinilega bara innantómt hjal því fyrstu vikurnar hafa bara farið í að reyna að koma embættismönnum frá.

Grétar Magnússon, 9.2.2009 kl. 08:56

4 Smámynd: Örvar Már Marteinsson

Ef þau eru ráðalaus gagnvart því sem þarf að gera reyna þau að fela það með því að beina athygli fjölmiðla að öðru. Það er mergurinn málsins.

Annars er ótrúlegt hvað VG og sérstaklega Samfylkingin hefur mikla minnimáttarkennd gagnvart Davíð. Að láta sér detta í hug að Davíð hafi sett sem skilyrði fyrir afsögn sinni að Baugur yrði ,,tekinn niður" er bara grín. Davíð hefur engin formleg völd lengur. Hann er embættismaður og flokkurinn sem hann VAR í forsvari fyrir er ekki einu sinni lengur í ríkisstjórn. Átti Jóhanna og Samfylkingin að hafa hlýtt honum samt? Ræður Davíð þá yfir ríkisstjórn vinstri manna líka? Það er ekkert smáræði!

Skyldu æsingamennirnir átta sig á því hvað þeir eru í raun að gefa í skyn?

Örvar Már Marteinsson, 11.2.2009 kl. 23:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband