Fresta vandanum

Núverandi ríkisstjórn er dugleg við að fresta vandanum. Þau komust til valda með því að spana fjölmiðla upp í því að ríkisstjórn Geirs H. Haarde  tæki ekki ákvarðanir og kæmi engu í verk.

Ríkisstjórn Geirs var þó búin að gera áætlun með AGS, undirbúa felst þau mál sem minnihlutastjórnin lagði fram, halda bankakerfinu gangandi og margt fleira. Þessar aðgerðir dugðu til að krónan var farin að styrkjast dag frá degi, aðstæður til vaxtalækkunar voru til staðar, stofnun nýju bankanna komin á skrið og tillögur að sparnaði/niðurskurði hjá hinu opinbera komnar í framkvæmd.

Hvað hefur svo gerst frá því að VERKSTJÓRN Jóhönnu Sigurðardóttir tók við, fyrst sem minnihlutastjórn og nú meirihlutastjórn. Álögur á heimilin hafa verið stór aukin, sparnaði/niðurskurði hjá ríkinu hefur verið frestað, nýju bankarnir hafa ekki verið stofnaðir, krónan hefur veikst stöðugt, áætlun AGS hefur ekki verið fylgt, vaxtalækkun hefur gengið hægt, staða fyrirtækja versnar stanslaust, atvinnulausum fækkar ekki, óvissa og óstöðuleiki þjóðarinnar hefur verið aukin með umræðum um ESB og fyrningarleið í Sjávarútvegi og ekki má gleyma ICE SAVE málinu.

Þetta ráðaleysi og ákvarðana fælni veldur því að vandanum er stanslaust frestað. Það mun bitna enn harðar á heimilunum og okkur ungu kynslóðinni síðar meir. Þetta þýðir að byrgðar heimilanna og fjárhagsvandi ríkisins verður enn meiri og viðameiri á næstu árum. Við þurfum stjórnvöld sem taka ákvarðanir og koma hlutunum í verk strax en standa ekki í stanslausum spjall partýum á hinu háa Alþingi.


mbl.is Ríkið stígur fyrsta skrefið á langri ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

úff... þetta er hárrétt..

þetta er gersamlega vanhæf ríkisstjórn

stebbi (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband