Verið að flækja málin

Ég tek undir yfirlýsingu Heimdallar í alla staði. Ég tel einnig að þarna sé verið að flækja málin (lögin) sem mun skila litlu sem engu. Við verðum einnig að fara að horfa á aðrar leiðir til að stemma stigum við slysavandamálinu.

Tekist hefur á undanförnum árum að ná miklum árangri í að bæta öryggi ungra ökumanna í umferðinni. Ætlum við næst að banna erlendum ökumönnum að aka um vegi Íslands nema þeir hafi árs reynslu með ökukennara við að aka hér á vegunum. Það virðist vera stærsta vandamálið í dag, erlendir óreyndir ökumenn á íslenskum vegum.

Ég það einnig rangt að hækka ökuleyfisaldurinn upp í 18 ár. Ég tel mikilvægasta skrefið í að bæta öryggi ungra ökumanna vera að fá foreldrana í lið og móta börn sín sem ökumenn. Það er viðhorfið sem er stærsta vandamálið í dag. Því tel ég mikilvægt að foreldrar fái að taka þátt í fyrsta ári ungra ökumanna. Það tekst með því að börn fái bílpróf 17 ára. Þá ræður foreldri um bílakaup, fær tilkynningar frá lögreglunni ef barnið er að brjóta af sér í umferðinni og fær að fylgjast með barninu fyrsta árið í umferðinni.

 Einnig sína rannsóknir það að því fyrr sem þú tekur bílpróf því betri ökumaður verðuru til lengri tíma. Eða ef þú tekur prófið 18 ára í stað 17 þá eru meiri líkur á að þú lendir í óhappi þegar þú ert eldri t.d. 60 ára.

Þannig að bíðum með þessar breytingar.


mbl.is Ólíklegt að höft á unga ökumenn skili árangri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fresta vandanum

Núverandi ríkisstjórn er dugleg við að fresta vandanum. Þau komust til valda með því að spana fjölmiðla upp í því að ríkisstjórn Geirs H. Haarde  tæki ekki ákvarðanir og kæmi engu í verk.

Ríkisstjórn Geirs var þó búin að gera áætlun með AGS, undirbúa felst þau mál sem minnihlutastjórnin lagði fram, halda bankakerfinu gangandi og margt fleira. Þessar aðgerðir dugðu til að krónan var farin að styrkjast dag frá degi, aðstæður til vaxtalækkunar voru til staðar, stofnun nýju bankanna komin á skrið og tillögur að sparnaði/niðurskurði hjá hinu opinbera komnar í framkvæmd.

Hvað hefur svo gerst frá því að VERKSTJÓRN Jóhönnu Sigurðardóttir tók við, fyrst sem minnihlutastjórn og nú meirihlutastjórn. Álögur á heimilin hafa verið stór aukin, sparnaði/niðurskurði hjá ríkinu hefur verið frestað, nýju bankarnir hafa ekki verið stofnaðir, krónan hefur veikst stöðugt, áætlun AGS hefur ekki verið fylgt, vaxtalækkun hefur gengið hægt, staða fyrirtækja versnar stanslaust, atvinnulausum fækkar ekki, óvissa og óstöðuleiki þjóðarinnar hefur verið aukin með umræðum um ESB og fyrningarleið í Sjávarútvegi og ekki má gleyma ICE SAVE málinu.

Þetta ráðaleysi og ákvarðana fælni veldur því að vandanum er stanslaust frestað. Það mun bitna enn harðar á heimilunum og okkur ungu kynslóðinni síðar meir. Þetta þýðir að byrgðar heimilanna og fjárhagsvandi ríkisins verður enn meiri og viðameiri á næstu árum. Við þurfum stjórnvöld sem taka ákvarðanir og koma hlutunum í verk strax en standa ekki í stanslausum spjall partýum á hinu háa Alþingi.


mbl.is Ríkið stígur fyrsta skrefið á langri ferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sækist eftir 3. - 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi

Ég Vilhjálmur Árnason hef ákveðið að gefa kost á mér í 3. – 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi prófkjöri.

Ég er fæddur og uppalinn í Skagafirði. Mín uppvaxtar ár vann ég í sveit, ég hef lokið stúdentsprófi af viðskipta- og hagfræðibraut frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) og einnig hef ég lokið námi sem lögreglumaður frá Lögregluskóla ríkisins. Með námi rak ég sjálfstæðan atvinnurekstur. Nú er ég búsettur í Grindavík ásamt sambýliskonu minni Sigurlaugu Pétursdóttur. Ég starfa nú sem lögreglumaður hjá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum og stunda nám við Háskóla Íslands til ökukennslu.

Ég hef starfað mikið í félagsmálum enda hef ég mikinn áhuga á að koma að uppbyggingu samfélagsins. Ég sat 3 ár í stjórn nemendafélags FNV, eitt þeirra sem forseti þess, nú starfa ég í stjórn Landsambands lögreglumanna.

Ég hef verið virkur í starfi Sjálfstæðisflokksins frá ungaaldri, hef verið í kosningastjórn í sveitastjórna- og alþingiskosningum, var formaður Víkings félags ungra Sjálfstæðismanna í Skagafirði og er nú formaður Freyju félags ungra Sjálfstæðismanna í Grindavík.

Ég vil beita kröftum mínum í að byggja upp bjarta og hamingjusama venjulega framtíð fyrir fólkið í landinu. Það vil ég gera með heiðarlegum og upplýstum hætti í samvinnu við fólkið.

Mín framtíðarsýn er sú að auðvelda verður atvinnulífinu í byggðum landsins að dafna svo það geti skaffað heimilum landsins tekjur og þjónustu til að vaxa úr grasi. Til að það verði hægt verður að styrkja sveitarfélögin, tryggja öryggi, efla menntun heima í héraði, nýta auðlindirnar á hagkvæman hátt og hafa öruggar og góðar samgöngur.

Ég sem ungur námsmaður og þátttakandi í atvinnulífinu, sem starfandi lögreglumaður, að koma mér upp heimili tel mig hafa góða sýn í raunverulegar aðstæður fólks í dag. Því tel ég mig geta verið fulltrúa fólksins í uppbyggingu okkar góða lands.

Framboðið hefur opnað heimasíðuna www.villiarna.is Lifið heil inn í bjarta framtíð.

Vilhjálmur Árnason


Verður að koma öflugt mótframboð

Ég er nú farinn að bíða eftir öflugu mótframboði við Bjarna. Það er ekki gott ef nýr maður í forustu flokksins verði kosinn formaður Sjálfstæðisflokksins án þess að þurfa að berjast fyrir því.

Við þurfum líka að fá mótframboð til að fá það upp á yfirborðið fyrir hvað frambjóðendur standa. Einnig verður verðandi formaður að vita það og vinna eftir því að það voru aðrir tilbúnir til verksins.


mbl.is Enn einn í formannsslag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óska eftir nýjum fréttum af ríkisstjórninni

Ég er búinn að vera að hugsa aðeins aftur í tímann og reyna að átta mig á þeim fréttum sem hafa komið frá nýju ríkisstjórninni. Það sem kemur fyrst upp í huga minn er að Jóhanna Sigurðardóttir er búin að eyða ómældum tíma og fjármunum í að rífast við Davíð Oddsson.

Jú og svo man ég eftir annarri. Steingrímur J ætlar hugsanlega að koma í veg fyrir 2-300 störf með því að draga til baka ákvörðun Einars Kr. um að leyfa hvalveiðar.

Svo kom líka að  Ögmundur er búinn að draga flestar sparnaðarframkvæmdirnar til baka og er farinn að krunka í laun læknanna, sjálfur formaður BSRB.

Eru þetta aðgerðirnar til að aðstoða heimilin í landinu og leiðin í að koma atvinnulífinu aftur á skrið. Óháð því hvort að Davíð eigi að vera í Seðlabankanum eða ekki. Er þetta þá rétti tíminn til að vera að eyða peningum, ráðgjöfum og dýrmætum tíma í að rífast við hann. Væri ekki nær að nýta kraftana og fjármunina í að aðstoða fólkið í landinu.

Ég get ekki séð að Davíð sé að koma í veg fyrir það að IMF og aðrar þjóðir láni okkur. Ég get ekki annað séð en að krónan hafi verið að styrkjast. Mér sýnist vera að koma forsendur fyrir því að lækka stýrivexti. Þrátt fyrir Davíð. En ekki sé ég stóru lausnirnar vera komnar fram fyrir heimilin og atvinnulífið þrátt fyrir Jóhönnu.


mbl.is Lýsir miklum vonbrigðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lítur vel út

Mér líst vel á komandi tíma hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi. Mikill hugur var í fólki í dag á kjördæmisráðsfundinum.

Það er ánægjulegt að fjöldi fólks ætlar að bjóða sig fram í forystusveit flokksins í Suðurkjördæmi. Það er nauðsynlegt að hafa baráttu um efstu sætin. En það er frumskilyrði að sú barátta sé heiðarleg og sanngjörn. Svona knappur tími ætti að auðvelda fólki sem er ekki þaulvant í prófkjörsbaráttum að ná árangri í prófkjörinu komi það baráttuglatt og málefnalega fram.

Þeir sem bera sigur úr bítum verða að átta sig á því að þeir verða að standa sig vel því það voru fjöldi góðra aðila sem voru einnig tilbúnir í verkið. Þannig að forystusveitin verður að sýna að þau séu tilbúin að takast á við þetta á fullum krafti og sýna það í verki.

Þau eru fjölmörg verkefnin í kjördæminu sem liggur á að koma í verk. Sjálfstæðismenn í Suðurkjördæmi verða að sýna það í verki að þeir þori að takast á við breytingar. Þannig munum við vinna inn traust meðal annars.


mbl.is Sjálfstæðismenn með prófkjör í Suðurkjördæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað eru margir af þeim erlendir ríkisborgarar og búa ekki hér.

Hefur einhver séð tölur yfir það hvað margir af þeim sem eru atvinnulausir séu erlendir ríkisborgarar og hvað búa margir af þeim hér á landi? Mér skilst að þú getur verið á atvinnuleysisbótum hér en samt búið í þínu heimalandi.

Því væri gaman að sjá hvað væru margir atvinnulausir búsettir á Íslandi. Þá gætum við einnig séð nokkurn veginn hvað mikið af erlenda vinnuaflinu sem var hér hefur í raun og veru hug til að búa hér til frambúðar.


mbl.is Uppsagnir 1900 að taka gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skondin ráðherraskipan

Ég skil ekki þessa ráðherraskipan. Þau hafa greinilega ekki haft nægilega mikið af hæfu fólki innan sinna raða. Svo er Kristján Möller bara með Samgöngumálaráðuneytið sem er eitt minnsta ráðuneytið í stjórnarráðinu. Hefði ekki verið nær fyrir Steingrím að einbeita sér alveg af fjármálunum og láta Kristján sjá um landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneytið. Þau ættu meira að segja ágætlega saman.

Fyndið líka að allir hafa gagnrýnt Árna Matt og Davíð Odds svo mikið vegna menntunnar  þeirra í þeim stöðum sem þeir voru í en svo er það flugfreyja sem bolar þeim í burtu fyrir vörubílstjóra og jarðfræðing.


mbl.is Sigur kvenna og samkynhneigðra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helsta vonin

Ég held að það yrði best fyrir Sjálfstæðisflokkinn að Bjarni muni leiða hann upp úr þessum erfiðu tímum inn á nýja og farsæla braut.

Hann er ungur og traustur maður sem fólk treystir.

Ég mun styðja Bjarna á landsfundinum.


mbl.is Bjarni staðfestir framboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bara kostnaður

Já Ísland er á hausnum og munn verða enn meira á hausnum eftir næstu þrjá mánuði. Allt sem heyrist frá myndun nýrrar ríkisstjórnar kostar hundruð milljóna. Einnig eru þau líka á móti meiri atvinnusköpun og gjaldeyrissköpun með því að vera á móti hvalveiðunum. Ég hef ekki enn heyrt hvar þau ætla að skapa ríkissjóði aukið fjármagn til að standa undir öllum þessum kostnaði þeirra og jú þurfa atvinnulausir ekki líka að fá greitt frá ríkinu. Hvernig ætla þau að borga þeim ef ekki má búa til verðmætasköpun hér.

Einnig varð ég hissa í gær þegar þau sögðust sakna Þjóðhagsstofnunnar þar sem þau treystu ekki Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu. Þess í stað fengu þau Ásgeir Jónsson, forstöðumann greiningardeildar Kaupþings banka, sér til aðstoðar. Þau eru búin að gleyma semsagt að þau hafa verið að gagnrýna bankamennina. En Ásgeir kom oftast fram fyrir hönd Kaupþings. En þau fatta kannski ekki hversu tengdur auðmönnunum Ásgeir er þar sem hann er sonur Jóns Bjarnasonar. Jú því allir eru svo góðir í röðum VG.


mbl.is Samþykkja stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband