Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Á ísbjarnaslóðir

Þá er verslunarmannahelgin að hefjast. Við félagarnir höfum ákveðið að fara í Skagaheiðina og njóta náttúrunnar, kyrrðarinnar og um leið að reyna að veiða bleikju. Þetta er jú á ísbjarnaslóðum en þetta er akkúrat mitt á milli þeirra staða þar sem birnirnir tveir fundust á þessu ári.

 En hvað ef við myndum nú rekast á eitt slíkt dýr. Hvað væri þá réttast að gera í stöðunni. Væri það lina þjáningar skepnunnar sem fyrst og aflífa það með skotvopni eða á að lengja dauðdaga þess með því að fara að ráðum náttúruverndarsinna og kalla á vettvang fullt af tækjum knúnum áfram að jarðefnum og hlusta á ráðleggingar frá fólki í fjarska sem margt hvert hefur aðeins klæðst jakkafötum og hefur aldrei kynnst náttúrunni og því sem í henni býr.

 Vonandi kemur nú ekki til þessa en látum okkur sjá. Ég kem með tilkynningu hér þegar heim úr veiðiferðinni er komið.


Málfutningur á villigötum

Ég hef verið að kynna mér Taser rafbyssur töluvert. Mér finnst fréttaflutningur og málflutningur margra vera á miklum villigötum. Amnesty heldur uppi miklum fullyrðingum sem hafa margar verið hægt að hrekja. Stefán Fróðason háskólanemi fór ágætlega yfir þetta í þættinum Í bítið á Bylgjunni http://www.bylgjan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=34458 . Einnig skrifaði Óskar Þór Guðmundsson góða grein um Taser í Morgunblaðið á sunnudaginn 11.05.2008.

 Sá málflutningur hefur verið háværastur er að Taser sé lífshættulegur og sagt að hætta sé á að lögreglan noti Taser sem pyntingartæki, einnig er talað eins og að lögreglan muni misnota tækið. Við skulum bera Taser saman við önnur valdbeitingartæki sem lögreglan er að nota.

 Þau valdbeitingartæki sem lögreglan notar í dag til að leysa verkefni sem Taser rafbyssa yrði notuð í eru kylfa og piparúði. Þeir sem verða fyrir kylfu beinbrotna í flestum tilfellum og getur það verið varanlegur skaði eða tekið langan tíma að jafna sig á. Þeir sem verða fyrir piparúða eru 30 mín. upp í nokkrar klukkustundir að jafna sig eftir að hafa fengið úðan í andlitið. Einnig er hætta á að piparúðinn brenni sjónhimnuna. Þeir sem eru með geðraskanir, í sykurfalli, undir miklum áhrifum lyfja, eiturefna eða áfengis geta margir unnið sig út úr þeim áhrifum sem kylfa og piparúði veita. Einnig er það fólk í þessu ástandi sem lögreglan þarf að yfirbuga í flestum tilfellum. Fólk í þannig ástandi getur skaðað sjálft sig og þá sem eru í kringum það sökum þess ástands sem þau eru í. Því eru nauðsynlegt að yfirbuga þau á sem stystum tíma og með sem minnstum átökum.

 Taser virkar á alla, sama í hvernig ástandi þau eru. Taser gefur lömunaráhrif í um 5 sekúndur. Taser byssan skráir niður allar upplýsingar, hversu oft er tekið í gikkinn, hitastig, staða á rafhlöðu byssunnar og einnig eru allar rafpílurnar merktar. Einnig er hægt að fá rafbyssurnar með videomyndavél. Þannig er hægt að rekja hvert tilfelli frá A til Ö. Þetta er fyrirbyggjandi til að takmarka misnotkun og ef misnotkun verður þá er hægt að rekja hana alla leið. Þetta er ekki hægt að gera með kylfu og piparúða.

Einnig skipta aðstæður miklu máli. Piparúða og kylfu er erfitt að nota í litlu og lokuðu rými og einnig er erfitt að nota piparúða í miklum vindi. Taser er auðveldara að nota í slíkum aðstæðum.

 Um leið er verið að ná að yfirbuga fólk á styttri tíma við minni líkamleg átök. Rannsóknir gefa til kynna að meiðsl lögreglumanna og þeirra handteknu minnkar umtalsvert þegar Taser rafbyssa er notuð við handtökur. 11.000 löggæslustofnanir í 45 löndum eru að nota Taser og eru svipaðar tölur um minnkun á slysatíðni lögreglumanna og handtekinna að koma frá þessum stofnunum. Taser er mest rannsakaðasta valdbeitingarvopn heimsins. Það hefur verið prófað á miklum fjölda lögreglumanna og sjálfboðaliða. Ef svo margir væru að látast af völdum Taser eins og margar eru að halda fram þá tel ég ólíklegt að svo margar löggæslustofnanir væru að nota rafbyssuna í dag og hvað þá að nota lögreglumenn til að prufa tækið á sjálfum sér.

 Fluttar hafa verið fréttir hérlendis af því að fólk hafi látist af völdum Taser og hafa fjölmiðlar birt dæmi um slíkt. Þær fréttir hefur verið hægt að hrekja. Jú fólkið lést vissulega en það var út af öðrum ástæðum, t.d. dó einn þeirra þar sem svo margir lögreglumenn og sjúkraflutningamenn héldu honum niðri að hann kafnaði, annar náði að skýrða inn til sín og skera sig á háls. Þetta var klippt aftan af fréttunum.

 Of mikið af lögreglumönnum á Íslandi eru farnir að slasast við störf sín. Ef hægt er að snúa þeirri þróun við og um leið að tryggja betur öryggi þeirra sem er verið að handtaka þá tel ég rétt að gera það. Ég tel Taser vera góða lausn í að stíga það skref. Ég hvet fólk til að kynna sér allar hliðar málsins áður en það fer að hrópa hátt um málið.


mbl.is Taser International gerir athugasemd við Amnesty
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flytja inn vandamál

Nú er tíðrætt í fjölmiðlum að ríkisstjórnin ætli að fara að flytja inn flóttamenn frá Palestínu. Síðast áðan heyrði ég í manni í útvarpinu sem sagði að það væri nær að aðstoða fólkið í sínu heimalandi. Ég er að mörgu leiti sammála honum. Því jú það kostar töluvert að flytja fólkið hingað til landsins. Væri ekki hægt að aðstoða fleiri með þeim fjármunum ef þau yrðu aðstoðuð í sínu heimalandi. Það hefur jú líka svo lítil áhrif að bjóða nokkrum konum hingað þar sem þúsundir eru í vanda.

 Þetta er náttúrulega skylda þjóðanna að aðstoða hvor aðra. En erum við Íslendingar tilbúnir til að taka á móti svona fólki. Þessu fólki fylgir óneytanlega fjöldi vandamála. Þetta fólk er alið upp við allt aðrar menningaraðstæður en við. Einnig er þetta fólk vant að bjarga sér á annan hátt en við gerum. Sumar af aðferðunum sem þau nota teljast til glæpa hér á landi. Einnig stunda þau betl menningu og annað sem við Íslendingar höfum ekki verið mjög hrifin af.

 Einnig má heldur ekki gleyma því að umönnunarstéttir og félagmálastéttir hér á Íslandi eru að drukkna í verkefnum. Þetta fólk þarf jú held ég aðallega á þessum stéttum að halda. Væri ekki nær að full manna sjúkrahúsin, lögregluna og félagsmálayfirvöld áður en við förum að flytja inn fleiri verkefni fyrir þau?.


Skyldumæting í sveitina

Ég ákvað að hafa málefni ungdómsins sem mína fyrstu bloggfærslu. Mér verður það oft ofarlega í huga þegar ég sé ungdóminn í dag hvort að hann sé að stefna í rétta átt. Mín tilfinning er sú að of stór hluti unga fólksins fái allt of seint að kynnast því að dýfa höndunum ofan í kalt vatn.

 Maður horfir æ oftar upp á að það eina sem ungafólkið kann og nennir að gera er að leika sér í tölvuleikjum og borða hamborgara. Minn mesti lífsins skóli var að þvælast með foreldrum mínum í vinnunni þeirra og í því sem þau voru að gera, en ég lærði allra mest af því að vera öllum mögulegum stundum í sveitinni. Það er fátt sem getur verið ungu fólki hollara og lærdómsríkara en að fara að heiman í sveitina.

 Í sveitinni lærir maður á það hvernig lífið virkar, fær verkvit og lærir að standa á eigin fótum. Mín skoðun er sú ef maður fær að búa í bómull sem krakki þá verður maður frekur ósjálfbjarga unglingur sem kann ekki góðri lukku að stýra. Því segi ég að það er skyldumæting í sveitina.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband