Enn einn meirihlutinn

Já vandræðin halda áfram í borginni. Þetta hlítur að vera frekar erfitt fyrir alla þá sem standa í þessu, því þetta hlýtur að taka mjög andlega á. Ekki nema 300.000 mans að fylgjast með þessum vandamálum.

 Ég velti því fyrir mér hvort Sjálfstæðismenn voru ekki of fljótir að taka við Ólafi F þegar hann varð óánægður innan Tjarnarkvartedsins. Því þá hefði það komið fram í dagsljósið fljótlega. Einnig hefði núverandi staða komið fram í dagsljósið að Óskar Bergsson hefði ekki heldur fundið sig innan sjálfselskunnar í Samfylkingunni og Svandísi Svavarsdóttur.

Þá hefði þetta orðið mun auðveldara fyrir Sjálfstæðisflokkinn að semja við annan hvorn aðilann eða báða og verið í lykilaðstöðu. En vegna þessarar fljótfærni þá snérist umræðan öll á móti Sjálfstæðisflokknum og sæti læknirinn fékk alla athyglina og varð dáður.

Verst þykir mér að Dagur hefur fengið alla þessa góðu og þægilegu umfjöllun frá fjölmiðlum sem hefur skapað honum mikinn meðbyr án þess að segja orð um það fyrir hvað hann stendur.

 Hann getur haldið langar ræður um hvað Ólafur F. og Villi Vill eru leiðinlegir og dónalegir af því að þeir stálu borgarstjórastólnum af honum. En aldrei þarf hann að segja frá því fyrir hverju hann stóð, hvað gerði hann sem borgarstjóri, fyrir hvað stóð Tjarnarkvartedinn og akkuru er Dagur og hans lið svona miklu betri en hin. Þetta hef ég aldrei heyrt Dag skýra frá né séð nokkurn fjölmiðil leita eftir því hjá honum.

 Vonandi kemur festa í borgarstjórnina núna. Ef maður leitar af jákvæðum punkti í þessu ef þetta verður raunin, meirihlutasamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarfloks. Þá eru jákvæðu punktarnir þeir að sama fólkið hefur verið meirihluta kjörtímabilsins við völd.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband