Sitja ekki allir við sama borð?

Ég held að ég fari rétt með að ríkislögreglustjóri hafi fengið endurnýjaða 5 ára skipun s.l. ár. Mér þykir skrítið að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki verið auglýst þá, þar sem embætti ríkislögreglustjóra hefur tekið stakkaskiptum síðan núverandi ríkislögreglustjóri tók við því. Búið er að bæta sérsveitinni, almannavörnum, fjarskiptamiðstöðinni, alþjóðadeildinni og greiningardeild við embættið síðan það var stofnað en samt aldrei ríkislögreglustjóraembættið auglýst aftur?Gaman væri að heyra svör Björns Bjarnasonar við því, gleymdi hann kannski að tilkynna Haraldi það með 6 mánaða fyrirvara?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Árnason

 Ég sendi þessa spurningu á Björn og svaraði hann mér eftirfarandi í tölvupósti: 

Svavar Hávarðsson, blaðamaður á Fréttablaðínu, spurði mig í gær:

Var ekki ástæða til að beita þessu ákvæði þegar skipunartími
> Haraldar Jóhannessen rann út í fyrr. Það er óumdeilt að embætti RLS
> hafði gjörbreyst á skipunartíma HJ og því hefðu sömu rök átt við um
> að aulýsa það embætti þegar HJ var endurráðinn.

Ég svaraði á þennan veg:

„Hvernig er þessi fullyrðing um breytingu á RLS rökstudd? Ég mat það ekki
svo, að nein sú breyting hefði orðið á embætti RLS að ástæða væri til að
auglýsa það. Á Suðurnesjum hafa launakjör breyst, hluti embættisins hefur
verið lagður af með lögum og ráðuneytið hefur ákveðið uppskipti embættisins
í þrjá hluta.“

Síðan fékk ég nýja spurningu frá Svavari, sem ég svaraði svona:

„unnt er að færi verkefni eins og fjarskipti og sérsveit frá embætti RLS,
enda er þetta spurning um fyrirkomulag en ekki eðli embættis eins og
breytingarnar á Suðurnesjum. Greiningarhlutverkinu var bætt við
rannsóknardeild hjá embætti RLS. Almannavarnir hafa ekki heldur breytt eðli
embættis RLS. Stjórnsýsluhlutverk RLS er hið sama, þótt embætti
lögreglustjóra séu fleiri eða færri. Þessi röksemdafærsla heimildarmanna
þinna stenst einfaldlega ekki - en hún minnir á ræðu Lúðvíks Bergvinssonar á
þingi, þegar ríkisendurskoðun hafði tekið undir tillögu mína um uppskiptin á
Suðurnesjum og hann stóð upp og sagði brýnasta verkefnið að leggja niður
embætti ríkislögreglustjóra!

Vilhjálmur Árnason, 22.9.2008 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband