25.9.2008 | 23:55
Þvaður sem tekur engan enda
Ég get nú ekki annað sagt en að maður sé orðinn frekar uppgefinn á þessu ástandi og bara þessu öllu saman. Það var skrítin tilfinning í vinnunni í dag. Allir mjög niðurlútir og enginn vissi hvað koma skal en voru mjög svekktir, reiðir, slegnir, áhyggjufullir og það allt saman yfir staðreyndum síðustu daga.
Eitt finnst mér bagalegt, það er hvað Björn Bjarnason er lítið spurður út úr ýmsum punktum. Hann svarar alltaf strax sama svarinu sem er fjarri því sem spurt er um en svo er spurningin ekkert ítrekuð þó svo að hann svari bara hverju sem er.
T.d. þetta að Jóhanni hafi verið gefin upp sú ástæða fyrir að auglýsa ætti embættið, á fundi í ráðuneytinu með skrifstofustjóra löggæslumála, sú að það væri vægasta úrræði vegna þess hvernig væri komið fyrir embættinu fjárhagslega. En svo les Jóhann það í Fréttablaðinu 10 dögum síðar að ástæðan sé sú sem Björn heldur alltaf fram í fjölmiðlum að embættið hafi breyst svo mikið og að lögreglustjórinn hafi lækkað í launum.
Því er Björn ekki inntur ítrekað eftir þessu þarna standast ekki rök hans þar sem sitthvor skýringin er komin. Einnig hefur ég ekki séð embætti annarra sýslumanna auglýst eftir að þeir urðu ekki lengur tollstjórar í sínum umdæmum eftir að tollaumdæmunum var fækkað. Svo við minnumst nú ekki á þau sýslumannsembætti sem hafa fengið aukin verkefni og svo ríkislögreglustjóraembættið sem hefur tekið breytingum með sífellum lagabreytingum á alþingi eins og er að gerast á Suðurnesjum núna. Eini munur sem Björn segir að sé á milli þessara breytinga að Jóhann sé ekki lengur sýslumaður og hafi því lækkað í launum. Lækkuðu hinir sýslumennirnir ekkert í launum þegar þeir voru ekki lengur tollstjórar og hvernig er með embætti sýslumannanna í Kópavogi, Hafnarfirði, Keflavík og fleira þar sem er búið að sameina lögregluembættin og þeir því ekki lengur lögreglustjórar heldur eingöngu sýslumenn?.
Einnig kemur Björn alltaf bara með hluta af sannleikanum eins og hentar. T.d. í Kastljósinu í kvöld sagði hann að embættið hefði aðeins orðið fyrir 40 millljóna tapi vegna brotthvarfs varnaliðsins, en staðreyndin er sú að það eru 40 milljónir á ári sem þíðir 40 mill 2008, 40 mill 2007 og 40 mill 2006 sem gera samanlagt 120 mill af um 220 mill rekstrarhalla. Einnig get ég ímyndað mér að stöðugildin 10 sem honum var lofað að ráða í en svo svikinn um peninga kosti um 60 - 70 mill á ári.
En ekki má gleyma því að Björn notar Ríkisendurskoðun óspart til að rökstyðja sitt mál. En þegar Jóhann nefnir það að ríkisendurskoðun hafi aftur og aftur sagt að embættið sé vel rekið og eina leiðin til að reka það í óbreyttri mynd sé að fá yfir 300 millur annars þyrfti að segja upp. Ráðuneytið hefur ekki gefið leyfi fyrir uppsögnum en samt vill það ekki muna eftir þessum viðurkenningum ríkisendurskoðunar á reksturinn hjá Jóhanni og félögum.
Ég bið fjölmiðla um að vera ákveðnari í þessum spurningum. Ég vona að alþjóð lesi í gegnum þetta allt saman og átti sig á því hver er að segja satt og hver ekki. Þetta er allt saman leiðinlegt mál sem endar vonandi sem fyrst.
Mulið undir Ríkislögreglustjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hversu oft á ég að segja þér Villi að þetta eru allt tómir drullusokkar í þessum fína fína flokk þínum. Bjössi Bjarna, Dabbi Odds, Geir Harði.....
Elvar Már Jóhannsson (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 22:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.