2.11.2008 | 16:53
Blammeringar Ingibjargar
Eftirfarandi færslu skrifaði ég sem svar við umræðum á bloggi Dofra Hermannssonar, http://dofri.blog.is/blog/dofri/entry/695491/#comments . En þar höfðu spunnist miklar umræður um hugsanlegan formannaslaga í Sjálfstæðisflokknum og fleira.
Ég skil hana Ingibjörgu ekki. Samstarf Geirs og Björgvins G gekk mjög vel og virtist þá ríkisstjórnin vera að vinna að heilindum og nutu þeir mikils trausts og virðingar þegar óveðrið hófst. Allir hafa talað um mikla samstöðu þurfi við núverandi ástand. En vitir menn Ingibjörg kemur til baka úr veikindum og allt verður brjálað. Flestir þingmenn Samfylkingarinnar tala í sitthvora áttina og reyna allt til að koma höggi á samstarfsflokkinn og Ingibjörg fer þar fremst í flokki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Ekki get ég séð að Ingibjörg og hennar lærisveinar séu að fara eftir því sem þau voru að reyna að boða með því að segja að allir eigi að standa saman.
Einnig hefur það vakið athygli að Björgvin G hefur ekki mikið sést eftir að Ingibjörg kom til baka. Sem bendir til þess að Ingibjörg og hennar jámenn hafa ekki getað liðið það hvað þetta gekk vel hjá Geir og Björgvini. Þau hafa ekki þolað að sjá hvað Björgvin G var að koma sterkur út úr þessu og því slökkt í honum og höggva svo í Sjálfstæðisflokkinn því þau hafa haldið að hann væri að sleppa of vel út úr þessu.
Skondið að sjá svo þessa samfylkingarkálfa koma hér og reyna að breiða yfir þessa fáránlegu blammeringar Ingibjargar í garð Geirs með því að kenna Bjarna Ben um allt saman. Þetta er nú eins barnalegt og hægt er.
Samfylkingin er ekkert annað en stefnulaus framapotara flokkur.