Takk fyrir leikinn!

Já það var sko ekki leiðinlegt að skella sér í Ljónagryfjuna og sjá sína stráka stela einum sigri þar af sínum gamla þjálfara. Maður trúði ekki alveg sínum eigin augum alltaf þegar Tindastólsmenn voru að hitta vel á köflum úr þriggja stiga skotunum taka öll fráköst og berjast í vörninni á meðan Njarðvíkingar skutu og skutu og ekkert ofan í ekkert gekk upp.

 Vonandi á þetta eftir að ganga svona vel hjá Stólunum út tímabilið. Þeir eiga það svo sannarlega skilið. Því jú þetta hefur svo oft verið baráttu hjá landsbyggðarliðunum að halda saman leikmanna hóp og fá styrki. En þar sem engin þensla var á Króknum þá er heldur engin Kreppa þar.

 Til hamingju strákar. Áfram Tindastóll!!!


mbl.is Tindastóll sótti sigur til Njarðvíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rólegur nú Ryan. Talandi um að fá einn eða tvo heimamenn yfir í Tindastól. Eru ekki þrír útlendingar í liðinu hjá Tindastól? Það væri eitthvað skrýtið ef þeir væru ekki að taka þessi lið eins og Njarðvík sem er að spila eingöngu á Íslendingum.

Í byrjunarliðinu hjá Njarðvík var leikmaður sem er á fyrsta ári í mfl. Njarðvíkurliðið er gjörbreytt. 8x leikmenn sem spiluðu með liðinu í fyrra eru horfnir á braut. Leikmenn á borð við Sverri Sverris, Hörð, Brenton, Guðmund Jóns, Daimon Bailey, Jóhann Ólafsson svo einhverjir séu nefndir.

joi (IP-tala skráð) 3.11.2008 kl. 06:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband