5.11.2008 | 13:15
Loksins eitthvað jákvætt!!!
Ég er búinn að bíða eftir svona frétt lengi. Að einhver finnur það jákvæða í kreppunni og fer að tala um uppbygginguna en ekki hvað allt er svart. Mér hefur oft litist vel á það sem þessu maður hefur fram að færa en hvað þá núna.
Kreppan er ekki alveg eins slæm og fólk vill af láta. Áður en allar fjöldauppsagnirnar fóru að hellast yfir okkur þá gat ég nú bara fundist þessi kreppa jákvæð. Hvað þá eftir að peningamarkaðssjóðirnir fóru að skila sér til baka til fólks. Meira að segja hluti af ávöxtuninni líka. Því ég held að flest eldra fólkið sem var með sparnaðinn sinn annarsstaðar en inn á venjulegum bankareikningum hafi haft hann í peningamarkaðssjóðum þannig að þau ættu ekki að hafa tapað neinu nema þá ávöxtunin á peningunum.
Ég sjálfur var að hugsa þetta þá kom í ljós að ég var með 330.000 í peningamarkaðssjóð sem var hugsanlega glatað. Og svo hugsaði ég lengra. Þá komst ég að því að hafði nýtt góðærið í að stofna fyrirtæki selja það aftur, kaupa mér íbúð og selja hana aftur og fyrir mismuninn gat ég keypt mér einbýlishús sem ég á núna 8 milljónir í. Ef t.d. V.G hefði verið við stjórnvölin allan tímann þá hefði ekki orðið þetta góðæri og ég ætti ekki 8 milljónir í húsinu mínu. Þó ég hefði tapað 330.000 krónunum þá er það ekkert á móti hinu. En svo fékk ég 85% af peningunum til baka þannig að eftir stendur, ég lærði að fara varlega í fjármálum, lærði að meta það sem ég hef og passa mig á því að hafa sparnaðinn minn dreifðan og ekki í hlutabréfum nema ég sé tilbúinn til að tapa því. Einnig ætla ég núna að fara í að vinna hratt niður skuldirnar mínar með því að greiða inn á höfuðstólinn og spara peninga til að eiga fyrir framkvæmdum mínum.
Þetta er holt fyrir alla að læra. Það held ég að þessi kreppa hafi gert, kennt fólki og komið íslensku þjóðinni aftur niður á fæturna. Þeir sem eru reiðastir það eru þeir sem tóku þátt í eyðslufylliríinu og eru í fráhvörfum og líður illa yfir að geta ekki haldið áfram í að svala fíkn sinni að eyða peningum sem þeir eiga ekki.
Ég átta mig alveg á því að þessar 8 millur sem ég talaði um áðan eru aðeins að minka í verðbólgunni en ekkert miðað við hvernig þær urðu til. Nú sér fólk hvað það er mikilvægt að hafa vinnu og standa sig í vinnu til að fyrirtækin gangi vel svo þau munu alltaf halda vinnunni. Það kreppir að hjá mörgum en ég held ekki það mikið miðað við hvað þau voru búin að hafa það gott undanfarin ár. Ef þetta góðæri hefði ekki verið þá hefðu margir verið búnir að vera í miklu basli að undanförnu og samt hefði komið einhver kreppa núna en kannski í minna mæli og þá hefði þetta samt orðið mjög erfitt fyrir fólk.
Nú hvet ég sem flesta að fara að ræða um það jákvæða í þessu. Einnig að koma með hugmyndir hvernig við getum nýtt okkur kreppuna til uppbyggingar og hvernig við sjáum framtíðina. Tökum lærdóminn út úr fortíðinni og gleymum hinum sem allra fyrst.
Mikilvægt að hugsa hlutina upp á nýtt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.