Seinka kreppulokum

Ég óttast það mjög ef efnt verður til kosninga á þessu ári. Ég óttast að það muni ekki aðstoða okkur við að komast út úr kreppunni. Árið 2009 er mjög mikilvægt ár í að endurreisa íslenskt efnahagslíf og þjóðfélag. Kreppan er enn að aukast út í heimi og við Íslendingar erum rétt að átta okkur á því hvað gerst hefur og hvert stefnir.

 Ekki get ég séð að það hjálpi okkur að lama hið háa alþingi megnið af árinu 2009 með því að senda þingið í kosningabaráttu og allt það sem því fylgir. Það myndi þýða að stjórnkerfi Íslands myndi lamast á meðan mesta þörfin er fyrir það. Því held ég að við ættum að bíða í það minnsta til 2010 með alþingiskosningarnar.

Ingibjörg Sólrún og Steingrímur eru einungis að hugsa um eigin frama þegar þau eru að tala um að það þurfi að kjósa sem fyrst. Því jú þau vilja bæði verða forsætisráðherra þjóðarinnar til að fá þann titil í ferilskránna áður en þau hætta í stjórnmálum. Ef kosið yrði á þessu ári yrðu breytingarnar hvort er ekki meiri en það að annaðhvort Ingibjörg eða Geir og Samfylkingin eða Sjálfstæðisflokkurinn yrðu alltaf í nýrri ríkisstjórn ef ekki bæði.

Spillingin er innan allra flokkana. Mistökin eru allra í kreppunni, ríkisstjórnarinnar, allra stjórnmálaflokkanna, bankanna, útrásarvíkinganna, forsetans, almennings, seðlabankans, fjármálaeftirlitsins og lengi mætti áfram telja. Það er enginn einn sem ber ábyrgð á því sem gerst hefur og ég get ekki séð að allt bjargist og lagist með því að breyta þingmannatölu einstakra flokka.


mbl.is Kosningar óumflýjanlegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband