Góð yfirlýsing

Já þetta var þarft að koma með svona yfirlýsingu. Ég er orðinn langþreyttur á því hvað fjölmiðlar hér heima eru alltaf neikvæðir og ekki skánar það núna í þeim aðstæðum sem eru í þjóðfélaginu í dag. Ég hef tekið aðeins þátt í félagsstörfum og oft reynt að fá fjölmiðlabirtingu af því sem þar hefur verið að gerast en sjaldan hefur það talist nógu neikvætt svo þeir séu til í að birta það. En um leið og það er eitthvað í æsifréttastíl og neikvætt þá hafa þeir verið til í að birta það um leið.

Reyndar hef ég tekið eftir því að þeir á RÚV hafa verið að reyna að bæta sig í þessu og kalla oft eftir jákvæðum fréttum í fréttatíma sínum sem er jákvætt.

 Ekki er það hinsvegar til að bæta ástandið hversu slakur fréttaflutningur og undirbúningur hjá 365 miðlum er. Maður hlustar á Gissur á morgnanna og þar útskýrir hann fréttirnar ágætlega og leitast við að afla sér sem mestar upplýsingar. En þar sem hann er bara einn að vesenast í því þá nær það eins og langt og það nær. En það sem verra er að þessar sömu fréttir eru birtar allan daginn og enginn leggur sig fram við að bæta við þær. T.d. er Stöð 2 með sjónvarpsfréttir og þar eru fréttirnar hans Gissurar fluttar og lítið meir. Svo skiptir maður yfir á Rúv útvarpsfréttirnar og þar eru fréttirnar mun fleiri og betur unnar.

 En ekki meir af neikvæðni frá mér í bili. Ég ætti að fara að finna eitthvað jákvætt að segja frá ;) (nennir bara enginn að lesa það)


mbl.is Hvetja til aðgátar í umræðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú getur sagt frá því hversu skemmtilegur Jóel var á hrossaréttunum...

Friðrik Bjarnason (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 13:43

2 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Nákvæmlega þetta vantaði - betra seint en aldrey - nú þurfa miðlar að vera duglegir að tala meira jákvætt frekar en neikvætt um það sem einginn virðist þekkja eða ná að höndla akkúrat núna, en það kemur fljótt er ég viss um

Jón Snæbjörnsson, 3.10.2008 kl. 13:47

3 identicon

Ég held að við sem fylgjumst með fréttum eigum jafn mikla sök þarna, fréttamiðlar gera bara út á það sem skapar áhorf. Kannski Gissur í hverja ritstjórn gæti bætt úr þessu :)

Ægir Finnsson (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband