Áfall!!!

Þetta er mikið áfall fyrir embættið. Ég sem starfsmaður Jóhanns er mjög sleginn yfir því að lesa þessa frétt. Því miður hefur maður orðið var við að þetta væri að gerast en vildi aldrei trúa því að þetta væri að gerast. En samkvæmt þessu þá er þetta að gerast. Ég hefði talið það skynsamlegt af Birni Bjarnasyni að senda prest til starfsmanna Jóhanns til að tilkynna þessi hörmulegu tíðindi.

 Jóhann hefur þá hæfileika að skilja þarfir starfsfólksins og veit hvernig á að reka svona embætti til að starfsmenn séu ánægðir og nái í framhaldi af því góðum árangri. Hann kann að fá fólk til að vinna fyrir sig og er það stór þáttur í því hversu stórum árangir embættið er að ná. Allir starfsmenn embættisins hafa lagt mikla vinnu á sig til að ná þessum árangri þrátt fyrir þetta fjársvelti, það hefur verið klippt af okkar aðbúnaði og launum til þess að láta embættið halda sjó og þetta eru þakkirnar sem við fáum.

Vissulega getur komið maður í mans stað. En nú vitum við hvað við höfum góðan mann í brúnni en við vitum ekki hvað við munum fá í staðinn. En því miður virðast vera nokkrir yfirmenn ráðnir í stofnanir dómsmálaráðuneytisins sem sýna ekki starfsfólki sínu sama skilning og Jóhann gerir, því óttumst við framhaldið.

 Ég á erfitt með að átta mig á hvað er að gerast. Af hverju þarf að breyta um kall í brúnni þegar vel gengur, af hverju má ekki hlusta á okkur starfsfólkið, af hverju þarf að standa frammi fyrir framþróun innan lögreglunnar með sífellu svona rugli. Við vitum það öll að framúrkeyrsla úr fjárframlögum er ekki ástæðan fyrir þessu. Því eins og embættið á Suðurnesjum er rekið núna er Jóhann að spara lögreglunni um 400 milljónir með því að samreka embætti tollsins og öryggisgæslunnar. Flestir lögreglustjórar á landinu þurfa að fara framúr fjárheimildum og ekki hef ég séð svona að þeim vegið.

Ef Jóhann hefði fengið þær fjárheimildir til að reka embættið á Suðurnesjum sem hann hefði þurft til að standa við loforð Björns Bjarnasonar við sameiningu löggæsluembættanna á Suðurnesjum þá hefði miklu miklu miklu meira verið búið að gerast í löggæslumálum þar. En Björn lofar öllu fögru og rekur svo Jóhann fyrir að gera helling af því með enga peninga á milli handana. Embættið á Suðurnesjum eru marg oft rökstutt af hverju það fór svona fram úr fjárheimildum og það hefur verið dómsmálaráðuneytinu ljóst frá upphafi og ekki komu áminningarnar þá. Þannig það er augljóst að þetta er sviðsett leikrit.

 Lögreglumenn eru í sinni kjarabaráttu núna. Launin og kjör hafa ekki verið í samræmi við það starf og fórn sem starfsmenn lögreglu eru að láta af hendi og lögreglumenn langþreyttir á þessu ástandi. Einnig eru þeir þreyttir á því að þurfa að leggja mikið meira á sig hver og einn vegna fjárhagsvanda embættanna. Þeir fá það að launum að sá sem stendur einna mest með þeim er hrakinn á brott úr stéttinni. Mig langar að gráta.


mbl.is Skipt um lögreglustjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já ég tek undir orð Villa..   held að almenningur ætti að fara að gera kröfuum að hæfum mönnum sé ekki troðið undir í fórnum til að hefja upp þau leikrit sem rituð eru af B.B  

Ég hef alltaf haft trú á verkum B.B og að hann vilji lögreglunni vel, en ég dag þarf ég að fara undir feld og endurskoða þá sýn...

Hlynur Steinn (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 16:52

2 Smámynd: Daði Þorkelsson

Nú sem svo oft áður er ég sammála Villa, þetta er ótrúlegt.

 B.B. segir á síðunni sinna að skrítið sé að menn líti á þetta persónulega, það finnst mér ekki skrítið, þetta leikrit og uppskipting embættisins kosta STÓR pening og það eru jú okkar peningar.

Daði Þorkelsson, 20.9.2008 kl. 20:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband